Tuesday, November 25, 2008

Ljóð sem ég fann

Hérna er ljóð sem ég fann fyrir löngu síðan á bloggsíðunni hans Hauks, hef ekki hugmynd um eftir hvern þetta er eða hvaðan það kemur, en það er bæði skemmtilegt og fallegt. Finnst mér.


Það að vera andvaka getur verið óþolandi sérstaklega ef þú ert andandi óþolandi hátt en óþarfi að afsaka því ég tek því ekki þannig ég fíla það að andvaka með óandvakandi þér. Því það er einhver huggun að hafa ekki áhyggjur af þreytu á morgun því það verður ekki ég sem verð ekki með því ég er hér og ég fer þegar ég sef. Það verður einhver annar sem vaknar og jafnvel saknar mín frá því í gærkvöldi. Hann mun ekki getað skrifað svona texta, svona ljóð því hann býr ekki yfir þessum ríka, þreytta, tilfiningasjóð andvaka manns. Kannski muntu hrjóta, eða tala upp úr svefni, kannski gerirðu mig fúlan með annars manns nafni. En það er allt í lagi, þú hittir mig ekki í fyrramál, maðurinn sem þú skálar með á morgun getur varla verið reiður fyrir mína sál. Þess vegna get ég ekki verið reiður heldur, því þú sefur, ég vil ekki að það seinasta sem ég verð þér er reiður. Ég er samt örlítið leiður, því miður er það seinasta sem ég verð er svolítið leiður, og þreyttur. Kannski að ég andvaki örlítið lengur.

No comments: