Thursday, June 11, 2009

Handa Höllu...

...sem situr á Catzbókasafni og les mannleg vísindi eins og djöfullinn sé á hælunum á henni.

Ég samdi til þín lítið ljóð, Halla mín.

Sígild, ljúf og sældarleg
sumarkvöldin urðu
því Höllusvín kom heim til mín
heit frá Uxnafurðu

Gangi þér vel í prófunum vinkona mín, og gleymdu ekki tannhirðunni.

6 comments:

Sandra said...

stórglæsilegt, hér er dýrt kveðið.
eða eitthvað

Guðrún Sóley said...

Vá ertu snillingur að kommenta 2 mínútum eftir áð ég pósta færslu á þessu steindauða rotnandi bloggi?

Svarið er já, konan er Sandra og staðurinn er Lundúnir. Komdu heim vúman svo ég geti dansað smávegis við þig!

Halla said...

Ég fæ ekki varist tárum! Þetta var reglulega fallegt kvæði! Takk elsku vinkona mín. Tannhirðan maður, sjitt. Góður punktur þar á ferð. Þú bjargar deginum, jah, ef ekki vikunni. Lífinu!

Mörg knús frá Höllusvíni.

Halla said...

Jæja, var að bursta tennurnar. Næ ekki sex tíma markmiðinu í kvöld. Píni mig. Í Manchester eru framleiddir títuprjónar. Ég sakna þín, mig langar að skreppa í Pétur með þér. Eða skreppa bara heim til þín og liggja í sófanum og horfa á bíó með þér og Nýju-Jósefínu. Og borða Ostapopp. Klassískt.

Góða nótt!

Guðrún Sóley said...

VEI ÞÚ KEMUR Í DAG!
Hlakka til að sjá þig krumpusvín, ég reddaði sérstaklega góðu veðri fyrir þig, það er sólskin og steikjandi hiti í Reykjavík í dag, svo getum grillað á okkur leðrið! Jöss!

Hringdu í mig um leið og þú lendir. Ekki seinna.

Kveðlingz,

Þinn Guðlingz

Konráð said...

Sæl, Guðrún Sóley. Fer ekki að koma tími á færslu bráðlega?

Með góðri kveðju,
Konráð