Thursday, October 30, 2008

Boobaloo! Ball bags! Pin pin!

Í sag er sorgardagur því að fremsti grínisti veraldar, sjarmatröllið og gleðigjafinn Russell Brand hefur sagt starfi sínu lausu sem þáttarstjórnandi hjá BBC.

Aldrei framar mun ég bíða spennt eftir að laugardagur renni upp svo að ég geti hlustað á nýjasta Russell Brand Podcastið. 
Aldrei framar mun ég frussa af hlátri yfir sorakjaftinum á Russell, Matt Morgan, Noel Gallagher og fleiri góðum gestum.
Aldrei framar mun þýð rödd Russells bræða hjarta og mitt fylla það gleði og endurnýjaðri trú á lífið.


Uppsögnin kemur í kjölfar ,,hneykslis" (Russell skildi eftir smávegis góðlátleg grínskilaboð á símsvara leikarans Andrew Sachs, hver túlkaði svo eftirminnilega Manuel í Fawlty Towers þáttunum, en Russell hafði óvart pínulítið sofið hjá dótturdóttur þessa manns. Saklaust grín, í hæsta máta kjánalegt) sem er með öllu heimatilbúið og framreitt ofan í áhrifagjarnan breskan almenning, sem hefur blásið málið allt gjörsamlega úr samhengi og sameinast í móðursýki og múgæsingu gegn Brand og góðvini hans Jonathan Ross sem stýrði þættinum með Russell.  Afleiðingarnar eru þær að bæði Russell og Jónatni var vikið úr starfi tímabundið, en í kjölfarið sagði Russell upp. Síðasta fórnarlamb þessa tilbúna hneykslis er svo yfirmaður BBC Radio Two,  Lesley Douglas sem sagði af sér í kvöld. 
Af þessu má sjá þvílíkt vald fjölmiðlar hafa yfir skoðunum fólks og afstöðu gagnvart þeim deilumálum sem eru í deiglunni hverju sinni. Fyrirlitlegir skítableðlar á borð við The Sun og The Daily Mirror geta með ótrúlegustu útúrsnúningum og áróðri æst almenning upp gegn þeim aðilum sem mönnum innan fjölmiðlageirans líkar illa við, og rústað mannorði og lífi fólks ef það kærir sig um. Spindoktorar og skáldsagnahöfundar fá að vaða uppi hjá þessum blöðum og stýra almenningi eins og strengjabrúðustjórnendur. 

Ég hef sjálf orðið titrandi reið, sorgmædd eða full eldmóðs eftir umfjöllun fjölmiðla um hin ýmsu mál hér á Íslandi, en þegar maður sér áhrifaamátt fjölmiðla svona skýrt in action í fullkomnum órétti getur maður ekki annað en byrjað að efast um trúverðugleika og gæði vinnubragða fjölmiðla yfirleitt. Engum er betur treystandi en manni sjálfum til að kynna sér málsaðstæður og mynda sér sína eigin skoðun út frá réttum og sönnum forsendum, það er ekki hægt að láta mata sig með fréttum maríneruðum í persónulegum skoðunum frétta- og blaðamanna. Svo ekki sé minnst á þegar aðstæður eru þannig að fjölmiðlar eru í eigu örfárra auðkýfinga og þar með undir þeirra járnhæl. 

Írónían í þessu öllu saman er svo sú að Russell Brand hefur alla tíð predikað nákvæmlega þetta, hann og félagi hans David Icke hafa eytt miklu púðri í að ræða mikilvægi þess að við frelsum okkur undan hlekkjum fjölmiðla (og stjórnvalda), að við látum ekki glepjast af einhliða fréttaflutningi, áróðri og heilaþvotti sem er svo víða að finna. 

Allavega, ég ætla ekki að röfla meira um þetta bull, ég er leið og sár og ég á eftir að sakna Russell því hann elska ég meira en feitur krakki elskar köku.

Hér er svo hið umdeilda brot úr þættinum: 

Og hér er svo afsökunarbeiðnin hans Russell: Russell resigns from Radio 2
">

Hér er svo safn af öllum Podcöstum sem Russell hefur gert fyrir áhugsama: http://www.russellbrandradioshows.zoomshare.com 

3 comments:

Halla Oddný said...

Hérna er svo gourmet-múgæsing frá breskum eldri borgurum.

http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk/7697598.stm

Anonymous said...

Athyglisvert...

Kv. Edds.

Anonymous said...

falleg afsökunarbeiðni hjá honum stráknum/manninum/kyntákninu.
-sófus sófi