Wednesday, October 29, 2008

Æsku-Idol

Mía litla var mín helsta fyrirmynd í uppvextinum. Allt sem hún gerði var fyndið og sniðugt og ég hef mörg karaktereinkennin frá þessari litlu frekjudollu, kenni henni um allan truntuskap og frekju af minni hálfu. Það hefði kannski verið skárra að líta til Múmínstelpunnar eða jafnvel Snúðs, en svona er lífið - maður á það til að velja sér vitlausar fyrirmyndir, sbr. Kio Briggs tímabilið, Doherty tímabilið að ógleymdu Manson tímabilinu (sem var samt bara fyndið.)

Skál fyrir Míu!

Sjitt hvað múmínálfarnir voru fáránlega nettir.

4 comments:

Halla Oddný said...

Já, ég verð að viðurkenna að ég hafði smá áhygjur af þér þegar þú varst í þessu Charles Manson rugli. Komst svo stundum í heimsókn til manns og meðan maður var kannski að hita kaffi inni í eldhúsi varstu búin að mála helter skelter með blóði upp um alla veggi í stofunni, myrða heimilisköttinn og éta úr honum nýrun. Manni var hætt að standa á sama, ég man að mamma var nett pirruð.

Guðrún Sóley said...

...já, hún var nett pirruð, en hún snar hætti að kvarta þegar ég skellti henni í ofninn og át hana, elsku krúttið hana mömmu þína, með dass af kóríander.

Þú hefur nú spjarað þig vel síðan, án hennar.

Láttu mig bara vita ef Víkingur er eitthvað farinn að angra þig, maður getur alltaf rifjað upp gamla takta.

Víkingur said...

ég las þetta

Guðrún Sóley said...

Hahahah, já það er gott að þú skulir hafa lesið þetta, það er öllum hollt að hræðast eitthvað, það heldur manni við efnið og á tánum. Ég vil bara hjálpa þér að vera sá besti kærasti sem þú getur verið, kæri Víkingur.

Sjáðu bara Lúlla, kærasta Eyrúnar vinkonu minnar. Hann gleymdi einu sinni að láta renna í baðið fyrir Eyrúnu einn þriðjudagseftirmiðdag.
Það er skemmst frá því að segja að daginn eftir fékk ég gómsæta samloku með Lúlla-skinku í hádegismat.

Vona annars að þú hafir það gott og bið að heilsa krullunni... :)